Um miniads.is

Hvað?
Miniads.is er íslensk leitarvél sem gerir fólki kleift að leita að smáauglýsingum hjá mörgum íslenskum auglýsingaveitum á einum stað. Þessari þjónustu okkar er ætlað að vera miðpunktur leitar þinnar að nýjum eða notuðum vörum á íslandi í dag. Í dag eru auglýsingaveiturnar 25 og er takmarkið að hafa þær ennþá fleiri áður en langt um líður.


Hvernig?
Héðan getur þú farið beint inn á vefi helstu smáauglýsingaveitna á landinu, leitað í sameiginlegri smáauglýsingaskrá okkar og fundið gagnlegar auglýsingar sem henta þér. Á forsíðu vefsins er einföld leitarvél ásamt einföldum leiðbeiningum. Flýtileit er aðgengileg efst á vefnum hægra megin og finnst þar einnig ýtarleg leit sem hentar þeim sem vilja þrengja leitina enn frekar með að styðjast við aldur auglýsingar, stakar auglýsingaveitur eða verð efnis.


Leitarvélin okkar safnar saman smáauglýsingum frá öðrum auglýsingaveitum á netinu með sérstöku forriti sem athugar síðurnar þeirra á nokkurra mínútna fresti, les inn nýjar auglýsingar sem það túlkar og flokkar. Þegar notandinn síðan velur auglýsingu hjá okkur er honum beint til viðeigandi síðu hjá aðilanum sem hún er skáð hjá. Í raun svipar þessari þjónustu okkar í megin dráttum til Google en við sérhæfum okkur í íslenskum smáauglýsingum, við viljum kalla þetta hálfgert miniGoogle.


Hvers vegna?
Hugmyndin að þessari leitarvél spratt út frá þeirri þörf að vera að leita að einhverju sérstöku en að þurfa alltaf að ganga á einhvern lista af auglýsingaveitum til að eiga meiri séns á að finna það sem leitað er að. Þetta er svolítið leiðinleg vinna, sérstaklega þegar maður leitar að einhverju sérstöku sem er sjaldan auglýst. Reindar er það hluti af upprunalegu hugmyndinni að bjóða fólki upp á áskrift að sérstökum leitum og senda því tilkynningar þegar það sem þau leita að er auglýst, einmitt til að leysa þetta, en áður en það borgar sig að vinna í þessu vantar okkur fleiri notendur.


Segja má að þetta kerfi bæti innanlandsmarkað með að bjóða fólki aðgang að fleiri auglýsingum en nokkur stakur aðili og auglýsi auglýsingaveiturnar með að veita fleira fólki aðgang af þeim. Þetta stuðlar að eðlilegri markaði sem kanski þjáist vegna lítillar stærðar með að auka notkun og aðgengi að íslenskum smáauglýsingum.Smá lagalegt.
Vert er að minnast á að miniads.is er eingöngu leitarvél og að við bjóðum fólki ekki upp á að auglýsa sjálfir og munum aldrei gera. Gert er ráð fyrir að þetta sé frumskilyrði frá þeim aðilum sem við birtum smáauglýsingar frá, þ.e. að við séum ekki sjálfir auglýsingaveita og þar með ekki samkeppnisaðilar.


Einnig á varla að þurfa að nefna að við getum ekki ábyrgst það sem auglýst er, ekkert frekar en sjálfar auglýsingaveiturnar, þar með talið en ekki takmarkað við eignarhald, gæði, ástand vöru eða þjónustu. Efni sem notendur nýta sér með þjónustu okkar nota þeir á eigin ábyrgð hvort sem þeir kallist auglýsendur eða kaupendur. Miniads.is ábyrgist ekki aðrar vefsíður sem auglýsendur kunna að tengja auglýsingum sínum á vefsvæðinu. Við getum ekki borið ábyrgð á stolnum varningi, en teljum okkur reindar stuðla gegn því með að auðvelda fólki að leita að glötuðum hlutum út frá einum stað.Hefurðu áhuga á að bæta þinni vefsíðu í leitarvélina okkar?
Við erum alltaf að leita að fleiri auglýsingarveitum til að birta auglýsingar frá, þeim mun fleiri þeim mun betra. Þau skilyrði sem við setjum er að auglýsingaveitan verður að vera íslensk, hver smáauglýsing verður að hafa sér slóð (url) og auglýsingaveitan verður helst að koma með nokkrar nýjar auglýsingar á dag. Annars má búast við að þeir sem biðji fái... Ef þið hafið áhuga á því þá vinsamlegast hafið samband við info@miniads.is eða notist við Hafa samband síðuna.Hefurðu áhuga á að auglýsa?
Við skeitum bannerum inn á milli leitarniðurstaðna og rukkum 5.000 kr fyrir 30 daga. Ef þið hafið áhuga á því þá vinsamlegast hafið samband við info@miniads.is eða notist við Hafa samband síðuna..Með kærri kveðju frá miniads.is...